Dyrfjallahlaup – Víknaslóðir 23.4 km
Vegalengd: 23.4 km
Heildarhækkun: 1076m
Heildarlækkun: 1132m
Hæsti punktur: 445m.y.s
Lægsti punktur: 5m. y.sm.
ITRA punktar: 1 punktur
Leiðin hefst við Þverá í innsveit Borgarfjarðar. Fyrst um sinn er hlaupið eftir jeppaslóða áður en er beygt inn á gönguleið um Urðarhóla. Þar er stuttur grófur kafli áður en er komið að hinu fallega Urðarhólavatni. Þaðan er hlaupið eftir gönguleið að Víknaheiði (258m) inn á grófan jeppaslóða sem liggur út Breiðuvík að gönguskála. Farið er yfir Stóruá í Breiðuvík á göngubrú. Frá Breiðuvík er hlaupið eftir gönguleið um gróið land og mela ofan Kjólsvíkur að Syðra-varpi í 445m hæð. Þaðan er hlaupið ofan við Hvalvík og svo út Brúnavík niður að slysavarnaskýli. Þar sem hlaupaleiðirnar mætast. Vaða þarf Brúnavíkuránna sem er ekki mikið vatnsfall og er hún þveruð alveg niður við sjó. Frá Brúnavík tekur við stíf brekka fyrst áleiðis að Brúnavíkurskarði (354m). Hlaupið er þennan hluta leiðarinnar eftir gamalli reiðgötu sem er góð og mikið gengin. Frá Brúnavíkurskarði liggur leiðin niður að sjó og síðustu 400 metrana er hlaupið á malbiki að endamarki við Borgarfjarðarhöfn.
Drykkjarstöð er á tveimur stöðum á leiðinni í Breiðuvík og Brúnavík með vatni.
Skyldubúnaður keppenda fer eftir veðri og vindum en allir þátttakendur er krafðir um að vera með drykkjarílát og flautu hvernig sem viðrar. Ef það verður rigning og kuldi þurfa þátttakendur af vera með regnjakka og álteppi.
Dyrfjallahlaup – Víknaslóðir 23.4 km
Vegalengd: 23.4 km
Heildarhækkun: 1076m
Heildarlækkun: 1132m
Hæsti punktur: 445m.y.s
Lægsti punktur: 5m. y.sm.
ITRA punktar: 1 punktur
Leiðin hefst við Þverá í innsveit Borgarfjarðar. Fyrst um sinn er hlaupið eftir jeppaslóða áður en er beygt inn á gönguleið um Urðarhóla. Þar er stuttur grófur kafli áður en er komið að hinu fallega Urðarhólavatni. Þaðan er hlaupið eftir gönguleið að Víknaheiði (258m) inn á grófan jeppaslóða sem liggur út Breiðuvík að gönguskála. Farið er yfir Stóruá í Breiðuvík á göngubrú. Frá Breiðuvík er hlaupið eftir gönguleið um gróið land og mela ofan Kjólsvíkur að Syðra-varpi í 445m hæð. Þaðan er hlaupið ofan við Hvalvík og svo út Brúnavík niður að slysavarnaskýli. Þar sem hlaupaleiðirnar mætast. Vaða þarf Brúnavíkuránna sem er ekki mikið vatnsfall og er hún þveruð alveg niður við sjó. Frá Brúnavík tekur við stíf brekka fyrst áleiðis að Brúnavíkurskarði (354m). Hlaupið er þennan hluta leiðarinnar eftir gamalli reiðgötu sem er góð og mikið gengin. Frá Brúnavíkurskarði liggur leiðin niður að sjó og síðustu 400 metrana er hlaupið á malbiki að endamarki við Borgarfjarðarhöfn.
Drykkjarstöð er á tveimur stöðum á leiðinni í Breiðuvík og Brúnavík með vatni.
Skyldubúnaður keppenda fer eftir veðri og vindum en allir þátttakendur er krafðir um að vera með drykkjarílát og flautu hvernig sem viðrar. Ef það verður rigning og kuldi þurfa þátttakendur af vera með regnjakka og álteppi.
Dyrfjallahlaup – ULTRA 50 km
Vegalengd: 50 km
Heildarhækkun: 2567m
Heildarlækkun: 2620m
Hæsti punktur: 770m.y.s
Lægsti punktur: 4m. y.sm.
ITRA punktar: 2 punktur
Við hefjum leika á sama stað og 24 km leiðina, við brúnna sem liggur yfir Þverá innst inn í Borgarfirði. Þátttakendur fara þaðan upp í Kækjudal eftir vel merktri leið upp með ánni og stefna að Kækjuskörðum. Þar uppi er efsti punktur leiðarinnar, 770 metrar og eins og gefur að skilja er útsýnið stórkostlegt þaðan. Nú liggur leiðin niður í Loðmundarfjörð þar sem er komið niður á vegslóðann þar og honum fylgt út fjörðinn og svo yfir Neshálsinn til Húsavíkur. Þegar komið er niður að skála Ferðafélagsins er haldið áfram í átt að hinum magnaða Hvítserk eftir veginum og síðan er tekin hægri beygja sem kallast Gæsavatnaleið og haldið áfram eftir veginum sem liggur út Breiðuvík að gönguskála. Farið er yfir Stóruá í Breiðuvík á göngubrú. Frá Breiðuvík er hlaupið eftir gönguleið um gróið land og mela ofan Kjólsvíkur að Syðra-varpi (445 m). Þaðan er hlaupið ofan við Hvalvík og svo út Brúnavík niður að slysavarnaskýli. Þar sem hlaupaleiðirnar mætast. Vaða þarf Brúnavíkuránna sem er ekki mikið vatnsfall og er hún þveruð alveg niður við sjó. Frá Brúnavík tekur við stíf brekka fyrst áleiðis að Brúnavíkurskarði (354m). Hlaupið er þennan hluta leiðarinnar eftir gamalli reiðgötu sem er góð og mikið gengin. Frá Brúnavíkurskarði liggur leiðin niður að sjó og síðustu 400 metrana er hlaupið á malbiki að endamarki við Borgarfjarðarhöfn.
Drykkjarstöð er á tveimur stöðum á leiðinni, efst uppi á Neshálsi milli Loðmundarfjarðar og Húsavíkur og svo við Breiðavíkuskála með vatni og næringu.
Skyldubúnaður keppenda fer eftir veðri og vindum en allir þátttakendur eru krafðir um að vera með drykkjarílát í bakopoka, flautu og álteppi hvernig sem viðrar. Ef það verður rigning og kuldi þurfa þátttakendur að vera með regnjakka og buxur.