Spurt og svarað

Hvað og hvar er Dyrfjallahlaupið?
Dyrfjallahlaupið er utanvegarhlaup á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri. Hægt er að velja um 3 leiðir, 12 km með 700 metra hækkun eða 24 km leið með 1074 metra hækkun. Í ár verðum við svo með 50 km ULLTRA hlaup í fyrsta sinn.

Geta allir hlaupið þetta hlaup?
Já, auðvitað geta allir hlaupið en þetta er krefjandi hlaup og við mælum með að þátttakendur séu vel æfðir og og vel á sig komin líkamlega.

Hvar og hvenær verða hlaupagögnin afhent?
Þau verða í Hlaupár Skeifunni frá og með 27 júní og verða svo á Borgarfirði eystra í Fjarðarborg frá og með miðvikudeginum 6 júlí.

Er hægt að fá gistingu á Borgarfirði eystri?
Já, en það er sennilega allt orðið fullt á hótelum bæjarins. Tjaldsvæðið á Borgarfirði er risastórt og það er nóg pláss þar með frábærri aðstöðu.

Hvenær og hvar er hlaupinu startað?
24 km leiðinni er startað klukkutíma fyrr eða kl 11:00 inn við Þverá í botni Borgarfjarðar á Loðmundarfjarðarvveginum. 12 km leiðin er ræst kl 12:00 við Hólahornið rétt hjá Hofströnd á leiðinni út í Hafnarhólma.

Hvernig rata ég leiðina?
Leiðin verður vel merkt með hvítum og bleikum flöggum með 50-100 metra millibili. Það er brautargæsla á nokkrum stöðum og þar sem er einhver tvíræðni er á leiðarvali þá merkjum við það kyrfilega. Einnig er hægt að sækja .gpx skrá í gegnum Fatmap kortin sem eru í “Hlaupið” síðunni okkar.

Hvað eru margar drykkjarstöðvar og hvað er á þeim?
í 12 km leiðinni er 1 drykkjarstöð á rúmlega miðri leið, rétt áður en haldið er upp Brúnavíkurbrekkuna við Björgunarsveitarskálann. í 24 km leiðinni eru 2 drykkjastöðvar, sú fyrri í Brúnavík eftir tæpa 10 km og sú seinni á sama stað og drykkjarstöðin í 12 km hlaupinu. Á báðum þessum drykkjarstöðvum er einungis vatn í boði og engin glös þannig að keppendur þurfa að vera með sín eigin drykkjarílát, glös eða vatnsblöðrur í pokum. Á báðum þessum stöðvum verður brautagæsla sem hægt er að leita til ef eitthvað bjátar á.

Hvaða næring er í boði eftir hlaupið?
Við bjóðum upp á ljúffengan próteindrykk frá Unbroken sem flýtir rosalega mikið fyrir endurheimt og hjálpar öllum að líða betur daginn eftir. Mælum með að allir taki a.m.k. skammt, tvo fyrir þá sem töku vel á því, 3 fyrir þá sem kláruðu sig. Einnig verða óáfengir drykkir í boði frá Borg Brugghús. Hafnarhús Café sem er rekið af Blábjörg Resort verður svo með veitingasölu á mat og drykk.

Verða rúta sem keyrir keppendur í rásmark?
Já, það verða tvær rútur sem ganga frá Fjarðarborg að báðum rásmörkum. Þær byrja að keyra af stað frá 10:00 fyrir 24 km og 11:00 fyrir 12 km. Einnig verða tvær rútur sem ganga frá endamarkinu inn að Fjarðarborg. Þar af leiðandi mælum við með því að þeir sem vilja geyma bifreiðar sínar einhvers staðar, geri það við Fjarðarborg.

Hvernig er með salernis- og sturtumál?
Við bæði rásmörkin eru engin salerni en það eru salernisaðstaða í Fjarðarborg, þar sem rúturnar ganga frá. Það eru tvær sturtur út í Hafnarhúsi við endamarkið og svo eru sturtuaðstaða við tjaldsvæðið. Einnig eru sturtur í Blábjörg Resort Spa en það þarf að fyrirfram bóka miða þangað ofan í.

Verða teknar myndir úr hlaupinu?
Já, við höfum alltaf tekið mikið af myndum og í ár verður engin undantekning. Við erum einnig að vinna mjög skemmtilegt verkefni sem vonandi grípur vel andrúmsloftið úr hlaupinu á myndrænan hátt. Við setjum allar myndirnar okkar á heimasíðuna okkar og á Facebook, endurgjaldslaust.